Mærudagar á Húsavík

Mærudagar hófust á Húsavík í dag, fimmtudag og standa fram á sunnudag.   Lögð er áhersla á fjölskylduvæna dagskrá þar sem bæði ungir og aldnir fái að njóta sín. Þátttaka heimamanna skiptir höfuð máli í að skapa þá góðu stemmningu sem hefur verið undanfarin ár.  

Bænum er skipt upp í  þrjú hverfi sem hvert hefur sinn einkennislit, en mikill metnaður er hjá íbúum hverfana fyrir því að skreyta hverfin og heimili sín, þetta setur mikinn svip á bæinn.  Hátíðin hefst á hverfagrill-veislum sem enda á heljarinnar skrúðgöngum þar sem öll hverfin hittast á Hafnarstéttinni og gleðjast saman.   Leikhópurinn Lotta verður með tvær sýningar á leikritinu Rauðhetta og ræsir svo Latabæjarhlaup Íslandsbanka.  Bæði föstudags og laugardagskvöld verður boðið uppá fjölskylduskemmtun á Hafnarsvæðinu þar sem Húsvískir hljómsveitarmenn troða upp. Þar munu Ljótu Hálvitarnir sem ælta að skemmta gestum af sinni alkunnu snilld ásamt fleiri góðum listamönnum.  Þá verður einnig í gangi ljósmyndakeppni, teiknikeppni og skúffukökukeppni, hafnarmarkaður, myndlistarsýning og  dansleikir.

Dagskrá hátíðarinnar er að finna á vefslóðinni: http://nordausturland.is/maerudagar-saenskir-dagar/

Nýjast