06. september, 2011 - 11:52
Lögreglumenn á eftirliti í Héðinsfjarðargöngum mældu í gærkvöld bifreið á yfir 160 km/klst hraða en bifreiðin var
að aka frá Ólafsfirði til Siglufjarðar. Hámarkshraði í Héðinsfjarðargöngunum er 70 km/klst. Lögreglumenn misstu sjónar af
bifreiðinni en haft var upp á ökumanninum seinna um kvöldið. Ökumaðurinn sem er 18 ára viðurkenndi brotið við yfirheyrslur hjá
lögreglu og bar því við að hafa verið í kappakstri við aðra bifreið skömmu áður en mælingin fór fram.
Á leið sinni um göngin fór ökumaður framhjá tveimur hraðamyndavélum í göngunum. Þetta er í þriðja skiptið
á innan við mánuði sem viðkomandi ökumaður er tekinn fyrir of hraðan akstur og í öllum tilvikum var hann að aka langt yfir löglegum
hámarkshraða á viðkomandi vegi.