Maðurinn sem er grunaður um vopnað rán í verslun Samkaup/Strax á Akureyri á laugardaginn hefur verið handtekinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra á Facebook.
Þar kemur fram að maðurinn hafi verið handtekinn í gær, en rannsókn málsins er enn í gangi. Lögreglan þakkar þeim sem gáfu upplýsingar sem leiddu til handtökunnar og aðstoðuðu við málið.