Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Ólafsfjarðarvegi við Krossa í fyrradag hét Hans Ágúst Guðmundsson Beck. Hann var 25 ára gamall og búsettur á Akureyri. Hans Ágúst lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn.
Í enda júní veitti Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri Jóhanni Páli Árnasyni heiðursdoktorsnafnbót á sviði félagsvísinda við hátíðlega athöfn. Jóhann, sem fæddur er og uppalinn á Dalvík, hefur átt langan og merkan feril og fagnaði á dögunum 85 ára afmæli sínu
Framundan eru síðustu dagar sýninga Emilie Palle Holm, Brotinn vefur, og Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur, Í fullri fjöru, auk fræðslusýningarinnar Margskonar I. Sýningunum lýkur öllum næstkomandi sunnudag.
Danshátíðin í Hrísey fer fram í sjötta sinn næstkomandi helgi, 15.–16. ágúst. Þar kemur saman dansáhugafólk og skemmtir sér hið besta við undirleik þekktra hljómsveita.