Maður í gæsluvarðhaldi vegna ráns á Akureyri

Lögreglan á Akureyri handtók mann aðfararnótt laugardags, grunaðan um ránið í Fjölumboðinu við Skipagötu sl. fimmtudag. Maðurinn var á númerslausum bíl í annarlegu ástandi. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til miðvikudagsins 29. febrúar og er málið í rannsókn. Ekki er ljóst hversu miklum peningum var stolið í ráninu en talið að um nokkur hundruð þúsund krónur sé að ræða. Ræninginn ógnaði starfsmanni í afgreiðslu með úðabrúsa á meðan hann tók peninga úr afgreiðslukassanum. Hann var  klæddur dökkleitum buxum og úlpu með mótorhjólahjálm á höfði og bakpoka.

Nýjast