Menntaskólanum á Akureyri var slitið í dag og voru brautskráðir 143 stúdentar. Hæstu einkunn á stúdentsprófi fengu Svala Lind
Birnudóttir og Kristján Godsk Rögnvaldsson eða 9,5. Flestir stúdentar útskrifuðust af félagsfræðibraut, 71, 24 af
málabraut, 48 af náttúrufræðibraut, þar af 16 af eðlisfræðilínu og einn jafnframt af tónlistarkjörsviði
listnámsbrautar. Að þessu sinni var enn fremur brautskráður fyrsti hópur nemenda sem komu í skólann rakleitt úr 9. bekk grunnskóla.
Í ræðu sinni fjallaði Jón Már Héðinsson, skólameistari meðal annars um það mikla starf sem í skólanum hefur
verið unnið að þvi að endurskoða og bæta skólaskipan og laga hana að nýjum lögum um framhaldsskóla. Hann tók fram að allir
starfsmenn og nemendur hefðu lagt til málanna og niðurstaðan væri sú að vernda heildarhagsmuni nemenda og skólans, leggja áherslu á breiða
almenna menntun með markvissu starfi, nýta kosti bekkjakerfisins og auka svigrúm nemenda til að móta sjálfir stúdentspróf sitt, sem stæðist
hæstu gæðakröfur.Jón Már fjallaði um fjárveitingar til skólans og kvaðst vongóður um að með nýju verklagi yrðu
þær tryggari en verið hefur. Skólinn hefði verið afar vel rekinn og samkvæmt ströngum reglum og það væri lykilatriði að
ríkisvaldið tæki tillit til þess og léti skólann njóta þess en ekki gjalda óreiðu annarra stofnana