Lýst yfir miklum áhyggjum vegna fyrirhugaðrar fyrningarleiðar

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps hefur sent frá bókun, sem gerð var á fundi sveitarstjórnar í gær, en þar er lýst yfir miklum áhyggjum vegna fyrirhugaðrar fyrningarleiðar á aflaheimildum í sjávarútvegi. Sveitarstjórnin leggur ríka áherslu á að ekki verði hróflað við kvótakerfinu nema í góðri samvinnu við útgerðarmenn.  

Útgerðarmenn sem nú starfa í greininni hafa keypt stærstan hluta sinna veiðiheimilda og flestir farið eftir þeim leikreglum sem stjórnvöld hafa sett. Það er því mikið áhyggjuefni verði aflaheimildir teknar endurgjaldslaust. Á viðsjárverðum tímum eins og nú, er sjávarútvegur enn mikilvægari en nokkurn tímann fyrr. Því þarf að fara varlega í allar breytingar og sporna við því að þekking innan greinarinnar glatist, segir ennfremur í bókun sveitarstjórnar.

Nýjast