Útgerðarmenn sem nú starfa í greininni hafa keypt stærstan hluta sinna veiðiheimilda og flestir farið eftir þeim leikreglum sem stjórnvöld hafa sett. Það er því mikið áhyggjuefni verði aflaheimildir teknar endurgjaldslaust. Á viðsjárverðum tímum eins og nú, er sjávarútvegur enn mikilvægari en nokkurn tímann fyrr. Því þarf að fara varlega í allar breytingar og sporna við því að þekking innan greinarinnar glatist, segir ennfremur í bókun sveitarstjórnar.