Lokavika átaksins Akureyri á iði

Átakið Akureyri á iði hefur staðið frá því 3. maí og lýkur næstkomandi miðvikudag 31. maí. Um er að ræða heilsueflandi verkefni þar sem markmiðið er að skipuleggja maímánuð með gjaldfrjálsum viðburðum sem tengjast heilsu og hreyfingu í umsjón aðila sem sýsla í þessum málaflokki. Íþróttadeild Akureyrarbæjar heldur utan um skipulagið og auglýsir viðburði í staðarmiðlum en sjálfir viðburðirnir eru í umsjón og á ábyrgð  hvers félags, einstaklings eða fyrirtækis. 

Fjöldi aðila hafa lagt viðburðinum lið og hafa dagskráliðir verði fjölbreyttir. Á dagskrá átaksins næstu daga má m.a. nefna örnámskeið í lyftingum og íþróttaklifri, hjólreiðar, bogfimi og borðtennis.

Upplýsingar um verkefnið og viðburði er að finna á heimasíðu verkefnisins, www.akureyriaidi.is

Nýjast