19. september, 2009 - 10:48
Í dag fer fram síðasta umferð 1. deildar karla í knattspyrnu og verða bæði Þór og KA í eldlínunni. Þór fær
Hauka í heimsókn á Þórsvöllinn en Haukar tryggðu sér sæti í efstu deild að ári í síðustu
umferð. KA lýkur leik á útivelli en þeir gulklæddu sækja HK heim á Kópavogsvöll. Þá sækir Magni
Gróttu heim í lokaumferð 2. deildar karla en Magni þarf á sigri að halda og hagstæð úrslit úr öðrum leikjum til þess að
halda sæti sínu í deildinni. Leikirnir hefjast allir kl. 14:00.