Lögreglan á Akureyri tilkynnir að vegna gerðar undirganga á Hörgárbraut, norðan Skúta, verður Hörgárbraut lokuð
milli Hlíðarbrautar og Undirhlíðar frá 7. maí til 4. júní nk. Hjáleið er um Krossanesbraut.
Þá er unnið við framkvæmdir á Hjalteyrargötu við Gránufélagsgötu frá 7. maí og fram yfir nk. helgi og eru ökumenn
beðnir um að sýna varúð og tillitssemi þar. Hjalteyrargata er opin en þrenging er við framkvæmdarstað og hraði tekinn niður.
Sveitarfélagið Norðurþing og bresk-norska félagið GIGA-42 Ltd. hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu gagnavers á iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík. Um er að ræða fyrsta fasa á gervigreindarveri á 4,3 hektara lóð með 50 MW raforkuþörf en GIGA-42 þarf að semja við Landsvirkjun um afhendingu rafmagns til verkefnisins. Það voru Bergþór Bjarnason, staðgengill sveitarstjóra Norðurþings og William Tasney forstjóri GIGA-42 sem undirrituðu viljayfirlýsinguna á Húsavík í morgun.
Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) hefur eftir samtöl við hagsmunaaðila og endurmat á forsendum ákveðið að fresta byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar um að minnsta kosti 5 ár.
Hermann Stefánsson tók við sem framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood ehf. í júní er Gústaf Baldvinsson lét af störfum eftir að hafa stýrt félaginu frá stofnun, árið 2007. Ice Fresh Seafood er sölu- og markaðsfyrirtæki Samherja.
Fyrir byggðarráði Norðurþings liggja drög að viljayfirlýsingu sveitarfélagsins við gagnaversfyrirtæki, sem hefur sérhæft sig í starfsemi á norðurslóðum, um byggingu gagnavers á Bakka.
Nemendur í 6. bekk grunnskóla Akureyrarbæjar fara á haustdögum í vettvangsferð á sjó á Húna II EA 740. Það eru Hollvinir Húna II sem standa að ferðunum í samstarfi við Háskólann á Akureyri og fræðslusvið Akureyrarbæjar.
Ásta Fönn Flosadóttir hefur verið ráðin í stöðu aðstoðarskólameistara VMA og mun hún hefja störf með haustinu. Ásta var einn fimm umsækjenda um stöðuna, ein umsókn uppfyllti ekki skilyrði um hæfni.
Nokkuð hefur verið fjallað um núvitund og það að allir þurfi að ná tökum á þessar aðferð til að slaka á og núllstilla sig. Stress er fylgifiskur nútíma lífs og stundum verður það svo mikið að fólk hreinlega veikist. Án þess að vera sérstakur sérfræðingur í núvitund hefur mér skilist að galdurinn sé að vera hér og nú, í augnablikinu.
„Nýnemadagar eru einn af mínum uppáhalds dögum hér í HA. Það er alltaf svo mikil tilhlökkun í loftinu, bæði hjá okkur sem erum fyrir og hjá þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessu geggjaða samfélagi. Ég man sjálf vel hversu spennandi það var að byrja hér og hvað það skipti mig miklu að finna strax fyrir hlýjunni og samheldninni sem einkennir HA,“ segir Dagbjört Elva Kristjánsdóttir, forseti Stúdentafélags Háskólans á Akureyri um næstu viku.