12. desember, 2008 - 08:29
Að venju verður mótmælaganga á Akureyri á morgun laugardag, undir yfirskriftinni: Virkjum lýðræðið - burt með spillinguna og er
nú gengið í sjöunda sinn. Gengið verður frá Samkomuhúsinu að Ráðhústorgi kl 15.00.
Á Ráðhústorgi taka til máls þeir Guðmundur Ármann listmálari og Þorsteinn Pétursson lögreglumaður. Lögreglan
á Akureyri tekur á móti göngufólki með heitu kakói.