Lögreglan óskar eftir vitnum að ákeyrslum á bíla

Á þriðjudaginn þann 6. desember sl. á tímabilinu frá klukkan 08:00-12:00 var ekið á dökkgræna Hyundai fólksbifreið við Samkaup/Strax við Borgarbraut og skemmdist hún á vinstri hlið.  Á miðvikudagskvöldið 7. desember s.l. á timabilinu frá klukkan 18:00-19:40 var svo einnig ekið á dökkrauða Toyota Land Cruiser jeppbifreið á móts við Borgarbíó á Akureyri. Bifreiðin skemmdist mikið á vinstra framhorni og varð að fjarlægja hana með dráttarbifreið.

Í báðum tilvikum létu tjónvaldar ekki vita af atvikunum og hurfu af vettvangi.  Lögreglan óskar eftir því að þeir sem eitthvað kynnu að vita um þessi mál hafi samband við lögregluna á Akureyri í síma 464-7705.

Nýjast