Um klukkan 20:30 í gærkvöld var blá Subaru fólksbifreið tekin traustataki við fjölbýlishúsið að Melasíðu 2 á Akureyri, þar sem hún hafði verið skilin eftir í gangi. Um hálftíma síðar fannst bifreiðin föst í snjóskafli á veginum á milli Húsasmiðjunnar og Byko. Hugsanlegt er að sá sem tók bifreiðina hafi verið tekinn upp í aðra bifreið eftir að hann festi hana í snjóskaflinum. Lögreglan á Akureyri biður þá sem kunna að hafa vitneskju um málið að hafa samband í síma 464-7700.