Lögreglan óskar eftir upplýsingum varðandi stuld á vélsleða

Lögreglan á Akureyri óskar eftir upplýsingum varðandi stuld á vélsleða sem stolið var á tímabilinu 9. september til 12. september sl. Vélsleðinn var inni í vélsleðakerru við Freyjunes á Akureyri en þegar eigandinn hugðist kanna með kerruna þann 12. september var hún horfin. Vélsleðakerran fannst síðan þann 16. september í Bæjarhrauni Hafnarfirði en sleðinn var þá ekki í kerrunni.  

Það sást til dökkrar Toyotu LandCruiser 90 bifreiðar við Staðarskála á leið suður, sunnudagskvöldið 13.09.2009, með kerru sem svipaði til stolnu kerrunnar. Kerran sem fannst í Hafnarfirði er rauð og svört merkt Ski Doo á hliðunum og að aftan með hvítum stöfum.  Sleðinn er svartur Ski Doo Sumit 800R árgerð 2008 með skráningarnúmerið RFA29. Allir sem geta gefið upplýsingar um þetta mál eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á Akureyri í síma 4647705.

Nýjast