Það sást til dökkrar Toyotu LandCruiser 90 bifreiðar við Staðarskála á leið suður, sunnudagskvöldið 13.09.2009, með kerru sem svipaði til stolnu kerrunnar. Kerran sem fannst í Hafnarfirði er rauð og svört merkt Ski Doo á hliðunum og að aftan með hvítum stöfum. Sleðinn er svartur Ski Doo Sumit 800R árgerð 2008 með skráningarnúmerið RFA29. Allir sem geta gefið upplýsingar um þetta mál eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á Akureyri í síma 4647705.