Lögreglan leitar að grönnum og lágvöxnum manni vegna ránsins á Akureyri

Um kl. 12:00 á hádegi var framið rán í Fjölumboðinu ehf, Geislagötu 12, Akureyri, þar sem meðal annars eru til húsa spilakassar ásamt annarri starfsemi. Var starfsmanni í afgreiðslu ógnað með úðabrúsa meðan ræninginn tók peninga úr afgreiðslukassanum.  Ræninginn var grannur og lágvaxinn klæddur dökkleitum buxum og úlpu með mótorhjólahjálm á höfði og með bakpoka. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir á þessum slóðum um þetta leiti eru vinsamlegast beðnir að láta lögregluna á Akureyri vita í síma 464-7705.

Nýjast