Lögregluembætti Akureyrar ber að skera niður um níu milljónir króna. „Maður er ekkert sáttur. Það verður hinsvegar að gera það allra besta úr þessu og reyna að finna þá leið sem bitnar minnst á starfsmönnum og þjónustu til almennings og það er það sem við erum að reyna að gera. Markmiðið er klárlega að draga sem minnst úr þjónustinni. Við ættum að komast sæmilega frá þessu ári en næsta ár verður erfiðara," segir Björn Jósef.