Ráðstefnan Löggæsla og samfélagið fer fram í fjórða sinn í Háskólanum á Akureyri miðvikudaginn 6. október frá kl. 9-17. Á dagskránni eru tæplega 50 erindi og hefur hún aldrei verið umfangsmeiri. Fyrirlesarar eru um 70 og koma víða að úr heiminum. Greinilegt er að ráðstefnan hefur skapað sér nafn í samfélaginu en hún er haldin af námsbraut í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri.
Guðmundur Oddsson, dósent við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri og einn skipuleggjanda ráðstefnunnar, segir ráðstefnuna vettvang fyrir fagfólk og fræðimenn til að reifa málefni sem tengjast löggæslu í víðri merkingu. „Ráðstefnan er mikilvægur liður í að byggja upp lögreglufræðisamfélag hérlendis og samstarf stofnanna innan réttarvörslukerfisins og þeirra sem skara það til að treysta lögreglufræðinám á háskólastigi og sem liður í stöðugri fagvæðingu lögreglunnar,“ segir Guðmundur.
Þema ráðstefnunnar í ár er afbrotavarnir, sem vísar til aðferða og aðgerða til að draga úr afbrotum og áhrifum þeirra á samfélagið.
„Hérlendis vantar heildstæða stefnumörkun stjórnvalda í þessum málaflokki en rannsóknir sýna að ábyrgar og skipulagðar afbrotavarnir draga úr afbrotum, auka öryggiskennd íbúa og draga úr samfélagslegum kostnaði sem hlýst af afbrotum. Lögreglan leikur lykilhlutverk við afbrotavarnir sem vert er að rýna,“ segir í kynningartexta um ráðstefnuna.
Lykilfyrirlesarar eru tveir:
Nanari upplýsingar HÉR