Lífshlaupið ræst í fimmta á sinn á morgun

Markmið Lífshlaupsins er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig.
Markmið Lífshlaupsins er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig.

Lífshlaupið, heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta-og Ólympíusambands Íslands, verður ræst í fimmta sinn á morgun miðvikudag. Hægt er að taka þátt í vinnustaðakeppni, hvatningarleik grunnskólanna og einstaklingskeppni. Markmið Lífshlaupsins er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig og huga að sinni daglegu hreyfingu í frítíma, heimilisstörfum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta. Skrá má alla hreyfingu inn á vefinn svo framarlega sem hún nær ráðleggingum embætti landslæknis um hreyfingu. Börnum og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag og fullorðnir a.m.k. 30 mínútur á dag. Á síðasta ári tóku um 16.400 landsmenn þátt í Lífshlaupinu og var mikil og  góð stemninga jafnt á vinnustöðum sem skólum í febrúar. Hægt er að nálgast frekari upplýsngar á vefslóðinni http://www.lifshlaupid.is/. Samstarfsaðilar ÍSÍ vegna Lífshlaupsins eru:mennta- og menningarmálaráðuneytið, velferðarráðuneytið, embætti landslæknis, advania, Rás 2 og Ávaxtabíllinn.

 

Nýjast