Líflegt á loðnumiðunum fyrir vestan land

Fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA, dregur  nótina í Breiðafirði.
Fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA, dregur nótina í Breiðafirði.

Þorgeir Baldursson sjómaður og ljósmyndari brá sér á loðnumiðin fyrir vestan land, með Birtingi NK, uppsjávarveiðiskipi Síldarvinnslunar í Neskaupstað, í síðustu viku. Þrátt fyrir að veður hafi verið leiðinlegt, náði Þorgeir mörgum skemmtilegum myndum af loðnuskipum við veiðar. Þorgeir sagði að mikil ótíð hafi verið á miðunum og því erfiðara fyrir sjómenn að athafna sig við veiðarnar. Mikið var af loðnu bæði í Breiðafirði og á Faxaflóa og voru skipin að fá þokkalegan afla. Þá hefur fundist ný ganga fyrir sunnan Reykjanes, sem eykur líkur að hægt að veiða allan kvótann.

Fleiri myndir munu birtast á heimasíðu Þorgeirs, thorgeirbald.123.is

Nýjast