Fyrir þá sem vilja gjarnan hreyfa sig í sumarfríinu þá stendur yfir til 12. júlí gönguvika á Akureyri og í Eyjafirði
þar sem í boði eru göngur fyrir "meðal-jóninn" og einnig þá sem hafa krafta í lengri og erfiðari göngur. Fyrir þá sem
vilja njóta menningar af ýmsu tagi er rétt að benda rölt um Listagilið en á laugardaginn opna sýningar í Listasafninu á Akureyri,
Ketilhúsinu, GalleríBOX, Stólnum gallerí og DaLí Gallerí, auk þess sem sýningar standa yfir i Jónas Viðar Gallery, Café
Karólínu og fl. Í tengslum við opnun sýningarinnar Kreppumálararnir í Listasafninu mun safnið bjóða upp á
Hláturkvöld í Ketilhúsinu þar sem uppistandararnir Bergur Ebbi, Dóri DNA, Árni Vill og Ari Eldjárn koma fram og verður opnað á
ótakmarkaðar lánalínur á hláturgas! Sjá nánar á http://listasumar.akureyri.is/
Tónlistin skipar líka stórt hlutverk sbr. Tónlistarhlaðborð í föstudagshádeginu í Ketilhúsinu, Sumartónleika í
Akureyrarkirkju á sunnudaginn og einnig að hægt að treysta á að Græni hatturinn stendur fyrir sínu þegar kemur að framboði á
fjölbreyttum tónleikum.
Viðburðir sem haldnir eru í tengslum við Landsmótið eru af öllum stærðum og gerðum. Hvað varðar þátttöku almennings í
viðburðum má benda á Kirkjutröppuhlaupið sem er seinnipart föstudags, ratleikur, skrúðganga og að lokum skemmtidagskrá á
Ráðhústorgi á laugardagskvöld. Hægt er að nálgast upplýsingar um dagskrá mótsins á slóðinni http://umfi.is/landsmot/
Hér má sjá yfirlit yfir nokkra af þeim viðburðum sem gestir og bæjarbúar hafa úr að velja um helgina:
*Föstudagur 12. júlí
Tónleikar á Listasumri: Dúó Gríms og Hrannar verða á Tónlistarhlaðborði í Föstudagshádegi í Ketilhúsinu klukkan 12. Grímur Helgason klarínettuleikari og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari flytja verk eftir Debussy, Arnold Bax, Francis Poulenc og Jean Fransaix.
Kirkjutröppuhlaupið (Landsmót): Hlaupið klukkan 16, allir velkomnir! Bara að mæta við Hótel KEA.
Penninn - Eymundsson: Langi seli og skuggarnir spila klukkan 16 - kynnia diskinn sinnb "Drullukalt".
Ganga: Gengið um Gleráreyrar klukkan 17 - Leiðsögumaður Þorsteinn Arnórsson. Gengið frá íþróttahúsi
Glerárskóla.
Verksmiðjan á Hjalteyri: Gjörningahelgi klukkan 21. Helgi Svavar Helgason og Davíð Þór Jónsson framkvæma tónlistarspuna með
mynd- og leiklist. Yfirstandandi sýning. Ilmur Stefánsdóttir og Pétur Örn Friðriksson. Opið um helgar kl 14.00-17.00
Opnun sýningar á Glerártorgi: Sýning á gömlu hljóðfærum og ýmsum munum sem tengjast tónlist og tónlistarlífi
á Norðurlandi opnar á Glerártorgi klukkan 16. Sýningin stendur til ágústloka.
Gönguvika á Akureyri og í Eyjafirði: Vaðlaheiði-Skólavarða: Ekið að uppgöngunni í Veigastaðalandi og eftir merktri leið upp
á heiðina að vörðunni. Þetta er 2-3 klst. gangavið hæfi flestra. Fararstjóri: Grétar Grímsson. Frítt í ferðina.
Brottför
frá skrifstofu FFA kl. 19.
Sigling: Sögusigling á Húna II meðfram ströndinni klukkan 20.
Tónleikar: Græni hatturinn - Langi seli og skuggarnir kl 22, husið opnar kl 21.
*Laugardagur 11. júlí
Gönguvika á Akureyri og í Eyjafirði: Glerárdalshringurinn: Glerárdalshringurinn 24 tindar á 24 tímum er stór og umfangsmikill
fjallgönguviðburður sem genginn er árlega í byrjun júlí. Verð kr. 10.000 Skráning þarf að fara fram fyrir 1. júlí.
Brottför frá Skíðastöðum kl. 08. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Glerárdalshringsins www.24x24.is
Gönguvika á Akureyri og í Eyjafirði: Krossastaðir-Stórihnjúkur-Skíðastaðir: Gengið frá Krossastöðum á
Þelamörk, upp í gegnum skógræktarreitinn á Vöglum og upp sunnan Krossastaðagils. Ofarlega við gilið er farið norður yfir það
upp á Stórahnjúk. Þaðan gengið suður háfjallið að Mannshrygg og niður að Skíðastöðum. Fararstjóri: Ingvar
Teitsson. Verð: 1.000 / kr. 1.500. Brottför frá FFA kl. 8.
Ganga: Innbæjarganga - Minjasafnið með Jóni Hjaltasyni - Klukkan 14 og gengið frá Laxdalshúsi.
Ketilhúsið á Listasumri: Opnun á sýningunni "39 Norður", samsýningu myndlistarmanna frá Hafnarfirði í Ketilhúsinu klukkan 14.
Myndlistarsýning: Opnun sýningar Þóru Sigþórsdóttur klukkan 14.
Myndlistarsýning: Opnun sýningar Dagrúnar Matthíasdóttur í DaLí Gallerý. Opið 14-17 á lau og sun.
Myndlistarsýning: Opnun í Listasafninu á Akureyri á sýningunni "Kreppumálarnar". Opnar klukkan 15. Hrafnhildur Schram
sýningarstjóri leiðir gestu um sýninguna klukkan 16.
Opnun sýningar: Stóllinn gallerí opnun sýningar Hönnu Pálsdóttur.
Penninn - Eymundsson: Ingó og veðurguðirnir syngja og spila klukkan 16 á sviðinu á 2. hæð. Klukkan 17 mætir hljómsveitin
Árstíðirnar og syngur og spilar.
Verksmiðjan Hjalteyri: Gjörningahelgi, Joris Rademaker og fl. fremja görninga klukkan 17
Ratleikur, skrúðfylking og skemmtidagskrá (Landsmótið): Ratleikurin hefst kl 19.30 á Torfunefsbryggju - skrúðfylking í kjölfarið
klukkan 20.55 þar sem gemgið er frá Torfnunefsbryggju inn á Ráðhústorg þar sem skemmtidagsrkár hefst klukkan 21.
Tónleikar: Græni hatturinn Árstíðirnar, Svavar Knútur og Helgi Valur. Klukkan 22, húsið opnar 21.
Ketilhúsið: Hláturkvöld í boði Listasafnsins á Akureyri klukkan 21.
*Sunnudagur 12. júlí
Gönguvika á Akureyri og í Eyjafirði: Meðfram Glerá (FFA): Gengið meðfram Glerá, frá Heimari-Hlífá, við réttina,
til ósa. Þetta er frábær og áhugaverð gönguferð í okkar nánasta umhverfi þar sem vaxa sjaldséðar jurtir.
Fararstjóri: Ingimar Eydal.
Gönguvika á Akureyri og í Eyjafirði: Hús úr húsi - byggingarlist Innbæjarins: Gengið frá Laxdalshúsi klukkan 14. (Gangan tekur 2
tíma með viðkomu í nokkrum húsum). Ekkert þátttökugjald. Leiðsögumaður er Hanna Rósa Sveinsdóttir,
sérfræðingur á Minjasafninu.
Íslenski safnadagurinn: Fræðsluganga í Hrísey. Þorsteinn Þorsteinsson, Hríseyingur og fuglaáhugamaður,
leiðir gönguna og segir frá Hrísey fyrr og nú og gróður- og fulgalífi eyjunnar. Gangan hefst á bryggjunni í Hrísey og tekur um tvo
tíma. Ferjan fer frá Árskógsandi kl 13:30 og tilbaka á heila tímanum frá Hrísey. Allir eru velkomnir og ekkert
þátttökugjald. Sjá nánar á www.akmus.is
Tónleikar: Sumartónleikar í Akureyrarkirkju klukkan 17. Flytjendur eru Schola Cantorum, stjórnanri Hörður Áskelsson. Frítt inn.
Sjá nánar á www.akirkja.is