Alls urðu þau systkinin sex en eftirlifandi eru aðeins Irene og yngsta systir hennar Barbara, sem býr í Suffolk í Bretlandi. Barbara er stödd hér á landi í tilefni af afmælinu, komin nokkuð á níræðisaldur og eins vinkona þeirra systra, Liz. “Mér er margt minnisstætt eins og til dæmis stríðsárin. En lífið er annars allt svo spennadi. Hér í dag er komið fólk alls staðar að og allir eru svo góðir. Íslendingar eru alveg einstaklega gott fólk og ég á varla orð til að lýsa þakklæti mínu. Guð hefur stjórnað þessu dásamlega fyrir mig,” sagði Irene þegar Vikudagur ræddi við hana fyrir stundu.