Krakkarnir í æfingabúðunum eru á aldrinum átta ára til tvítugs. Rúnar Þór Björnsson, formaður Nökkva, segir mikla gleði og stemmningu ríkja í æfingabúðunum. „Það er svo frábært veður að þetta getur varla verið betra. Allir ánægðir og sáttir. Það verður „mínímót" hjá okkur í dag og svo hefst Landsmótskeppnin á morgun," segir Rúnar. Á Landsmótinu verður keppt í þremur flokkum í Laser, tveimur flokkum í Optimist og Topper Topas sem eru tveggja manna bátar. Keppt verður á morgun, föstudag, og laugardag frá kl. 10-18.