Lið Menntaskólans á Akureyri er úr leik í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, eftir tap gegn Kvennaskólanum í Reykjavík, í beinni útsendingu Sjónvarps í kvöld. Lokatölur urðu 36-20 og var Kvennó með yfirhöndina frá upphafi. Munurinn var þó ekki mikill fyrr en í lokin, því eftir hraðaspurningarnar hafði Kvennó fimm stiga forystu 24-19. Í undanúrslitum mætir Kvennó liði Menntaskólans við Hamrahlíð en í hinni viðureigninni mætast Menntaskólinn í Reykjavík og Verslunarskóli Íslands.