Fyrsti þáttur Útsvars um síðustu helgi fór kröftuglega af stað og lá við handalögmálum strax í fyrstu bjölluspurningu svo mikill var keppnisandinn. Norðurþing hafði þó betur á endanum eftir jafna og góða keppni. Stigastaðan var þó í hærra lagi svo Reykjanesbær á enn möguleika á að komast áfram í aðra umferð þar sem 4 stigahæstu liðin munu komast í 16 liða úrslit. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.