Lið 1-7 umferðar N1-deildar karla valið

Bjarni Fritzson hefur verið öflugur með Akureyrarliðinu í vetur og skorað grimmt. Hér er hann í þann…
Bjarni Fritzson hefur verið öflugur með Akureyrarliðinu í vetur og skorað grimmt. Hér er hann í þann mund að brjótast í gegnum v

Lið 1-7 umferðar N1-deildar karla í handknattleik var kunngert í vikunni. Þar á lið Akureyrar einn fulltrúa en Bjarni Fritzson er í hægri skyttunni. Bjarni er hornamaður að upplagi en hefur einnig spilað í stöðu hægri skyttu í liðinu og leyst það vel af hendi. Lið fyrstu sjö umferðanna er þannig skipað:

Markvörður Hlynur Morthens (Valur), línumaður Ægir Hrafn Jónsson (Fram), vinstri hornamaður Bjarki Már Elísson (HK), hægri hornamaður Gylfi Gylfason (Haukar), vinstri skytta Ólafur Gústafsson (FH), hægri skytta Bjarni Fritszon (Akureyri) og miðjumaður Tjörvi Þorgeirsson (Haukar).

Besti leikmaðurinn var valinn Bjarki Már hjá HK en sá hefur farið á kostum í vetur. Þá var Aron Kristjánsson hjá Haukum valinn besti þjálfarinn og kom það lítið á óvart. Einnig var útnefnd um bestu umgjörðina og þar þóttu Akureyringar standa sig best allra liða. Þá voru dómararnir Anton Pálsson og Hlynur Leifsson valdir bestir.

 

Nýjast