Leyfi veitt fyrir lengingu grjótgarðs í Hofsbót

Hofsbót og Torfunefsbryggja. Mynd: Hörður Geirsson.
Hofsbót og Torfunefsbryggja. Mynd: Hörður Geirsson.

Á síðsta fundi skipulagsnefndar var tekið fyrir erindi frá Hafnasamlagi Norðurlands, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir 20 metra lengingu á grjótgarði í Hofsbót. Meirihluti skipulagsnefndar samþykkti að veita framkvæmdaleyfi fyrir lengingu á grjótgarði um 20 metra, sem sé í samræmi við breytingar sem gerðar hafa verið á aðal- og deiliskipulagi svæðisins.

Edward Hákon Huijbens V-lista lét bóka að hann væri á móti framkvæmdinni þar sem hugsa þurfi reitinn í heild sinni með gömlu bryggjunni.

Á fundi skipulagsnefndar var einnig tekið fyrir erindi frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir umsögn Akureyrarbæjar um hvort og á hvaða forsendum framkvæmd við gerð flughlaðs við Akureyrarflugvöll skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Umsögnin óskast send Skipulagsstofnun fyrir 23. desember 2011. Skipulagsnefnd telur að umfang uppfyllinga sé samkvæmt gildandi aðal- og deiliskipulagi svæðisins og gerir því ekki athugasemd við skýrslu ISAVIA og tilkynningu um gerð flughlaðs á Akureyrarflugvelli og telur að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Nýjast