Verkefnið felst í að vinna með sögur og sögugerð. Fyrst unnu hóparnir með ævintýri sem allir þekktu og var Rauðhetta fyrir valinu. Síðan unnu hóparnir með sögur hver frá sínu landi og eru börnin á Flúðum að vinna með Búkollu. Í verkefninu er sagan lesin fyrir börnin og þau vinna síðan út frá sögunni á margbreytilegan hátt, eftir aldri og þroska. Þau hafa gert loðtöfluverkefni úr sögunni, leikið hana, búið til ratleiki og samstæðuspil úr henni svo nokkuð sé nefnt. Í október fara kennarar frá Flúðum til Rúmeníu þar sem allir hóparnir hittast til að skoða afrakstur hvers og eins.
Í tilefni af þessu verkefni verður starfið á deildunum tengt verkefninu í vikunni. Þá verður dregið fram landakort og löndin í verkefninu skoðuð nánar ásamt því að börnin syngja lög frá hverju landi og boðið verður upp á mat frá hverju landi. Þetta kemur fram í Skóla-akri, vefriti skóladeildar Akureyrarbæjar.