Þar kemur fram að farið verður eftir viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna barna sem dvelja í leikskólum Reykjavíkur en eru með lögheimili á Akureyri. Þegar endurskoðun á viðmiðunargjaldskrá Sambandsins er lokið gildir sú gjaldskrá afturvirkt og verður gerður einn reikningur fyrir mismuninum á núverandi gjaldskrá og endurskoðaðri gjaldskrá fyrir það tímabil sem börnin dvelja í leikskólum borgarinnar en eiga lögheimili á Akureyri.