Leiðrétting - Gísli Páll æfði einnig með U19

Í Vikudegi í dag er sagt frá því að nokkrir ungir knattspyrnumenn á Akureyri hafi verið valdir til æfinga hjá yngri landsliðum Íslands í knattspyrnu. Mistök voru gerð við vinnslu fréttarinnar.

Tveir strákar úr KA fóru til æfinga um sl. helgi og sex úr Þór. Frá því var sagt að Jóhann Helgi Hannesson, Víkingur Pálmason, Sigurður Marinó Kristjánsson og Atli Sigurjónsson hafi farið frá Þór á æfingarnar.

Hið rétta er að Jóhann Helgi Hannesson fór ekki á æfingar hjá U19 ára landsliðinu heldur var það hinn bráðefnilegi Gísli Páll Helgason, sem var fastamaður í byrjunarliði Þórs í sumar, sem fór og er hann og lesendur Vikudags beðnir afsökunar á mistökunum.

Nýjast