Þetta kemur fram í umsögn til umhverfisnefndar Alþingis sem sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti samhljóða á síðasta fundi sínum. Þar segir ennfremur:
"Friðun sjálfs Skjálfandafljóts og upptaka þess er allt annað mál. Nú er unnið að aðalskipulagi Þingeyjarsveitar og vonir standa til að því verði lokið um mitt næsta ár. M.a. hefur verið rætt um að friða fljótið en þar falla undir þeir staðir sem þegar eru á náttúruminjaskrá, eins og Goðafoss, Aldeyjarsfoss, Hrafnabjargarfoss og Þingey. Rétt þykir að benda á að skipulagsvaldið á vatnasviði Skjálfandafljóts er á hendi Þingeyjarsveitar utan þess sem fellur undir hálendisskipulag. Það væri því í hæsta máta óeðlilegt að ríkisvaldið væri að grípa fram fyrir hendur sveitarfélagsins í skipulagsmálum meðan þau mál eru enn á vinnslustigi."