Leggst ekki gegn tillögum um sameiningu heilbrigðisstofnana

Meirihluti bæjarráðs Akureyrar leggst ekki gegn tillögum um sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi í trausti þess að áfram verði boðið upp á góða heilbrigðisþjónustu fyrir alla íbúa svæðisins. Bæjarráð tekur jafnframt undir bókun félagsmálaráðs, sem leggur áherslu á mikilvægi þess að Heilsugæslustöðin á Akureyri verði áfram rekin af sveitarfélaginu.  

Baldvin H. Sigurðsson leggst gegn fyrirhugaðri sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi og óttast að sameining rýri heilbrigðisþjónustu í minni sveitarfélögum á svæðinu. Kristín Sigfúsdóttir lét bóka á fundi félagsmálaráðs að hún leggist gegn þeim ákvörðunum að ein stjórn verði sett yfir heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi.

Í bókun bæjarráðs kemur einnig fram; að Akureyrarbær hefur um árabil séð um rekstur Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri, í upphafi með tilkomu reynslusveitarfélagsverkefnisins  og síðan með þjónustusamningi við heilbrigðisráðuneytið. Samvinna stofnana bæjarins og HAK er mjög mikilvæg fyrir ýmsa þætti félagsþjónustu á Akureyri og hefur skilað sér í betri  þjónustu við bæjarbúa.

Nýjast