„Það hefur gengið vel hjá okkur það sem af er ári í vinnslunni á Akureyri. Það eru nokkrir samverkandi þættir sem hafa gert okkur þetta kleift, en grunnurinn er náttúrulega að hægt sé að selja afurðirnar en það hefur gengið ágætlega þessa mánuði,“ segir Ágúst Torfi Hauksson hjá Brim á Akureyri. Starfsfólk í landvinnslunni nýtur góðs af þessum árangri. Búið er að ráða rúmlega 40 starfsmenn í sumarafleysingar.