Skipulagsstjóri f.h. vinnuhóps vegna skipulags og hönnunar Dalsbrautar og nágrennis, lagði fram tillögu að deiliskipulagi og greinargerð um fyrirhugaða Dalsbraut á fundi skipulagsnefndar. Einnig fylgdi með húsakönnun ásamt skipulagslýsingu. Ómar Ívarsson frá X2 hönnun - skipulagi ehf. kom á fundinn og kynnti deiliskipulagstillöguna. Um er að ræða lagningu Dalsbrautar frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut og er stefnt að því að bjóða verkið út í byrjun næsta árs.