Kynningarfundur um verkefnið Ísland allt árið

Fundurinn verður haldinn að Borgum. Mynd: Hörður Geirsson.
Fundurinn verður haldinn að Borgum. Mynd: Hörður Geirsson.

Ísland allt árið er þriggja ára verkefni sem ætlað er að styðja við lengingu ferðamannatímabilsins á Íslandi. Landsbankinn og iðnaðarráðuneytið hafa komið á fót þróunarsjóði til þess að styðja við átakið meðal annars með því að auka hæfni fyrirtækja tengdum ferðaþjónustu til að skapa upplifanir utan hefðbundins ferðamannatíma. Heildarframlag stofnenda sjóðsins á þessu ári og því næsta verður 70 milljónir króna.

Landsbankinn og Nýsköpunarmiðstöð f.h iðnaðarráðuneytis í samstarfi við aðra hagsmunaaðila halda opna kynningarfundi um land allt 21. til 24. nóvember næstkomandi. Á Akureyri verður fundurinn haldinn þriðjudaginn 22. nóvember að Borgum við Norðurslóð kl. 12.30-13.30. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

Nýjast