Kynningarfundur um starfsemina í Hlíðarfjalli sem er sérstaklega ætlaður fólki sem starfar í ferðaþjónustu verður haldinn í Hlíðarfjalli miðvikudaginn 15. febrúar kl. 12-13.
Leitað verður svara við spurningum sem varða þá möguleika sem skíðasvæðið í Hlíðarfjalli hefur upp á að bjóða. Hvað er að gerast í Hlíðarfjalli? Hvað getur þú gert í Hlíðarfjalli? Hvaða tækifæri í ferðaþjónustu eru fólgin í skíðasvæði sem er eitt það albesta á landinu?
Skráningarfrestur á fundinn er þriðjudagurinn 13. febrúar. Á fundinum verður boðið upp á súpu, kaffi og skíði í eftirmála.