Kvöldtónar í Lögmannshlíðarkirkju

Í kvöld, mánudagskvöldið 6. júlí kl. 20:30, verða haldnir tónleikar í Lögmannshlíðarkirkju og eru þeir fyrstu af þremur í tónleikaröð sem nefnist Kvöldtónar á Akureyri.  Á efnisskránni eru: flautukvartett í C-dúr eftir W.A. Mozart, A touch of Armadillo eftir Árna Egilsson, Ótta eftir Skúla Halldórsson og þrú smáverk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur.

Flytjendur eru Petrea Óskarsdóttir, flauta - Lára Sóley Jóhannsdóttir, fiðla - Eydís Úlfarsdóttir, víóla - Ásdís Arnardóttir, selló.  Aðgangseyrir er 1000 krónur.

Nýjast