Kristnesspítali fær góðar gjafir frá Slysavarnadeildinni á Akureyri

Á dögunum bárust Kristnesspítala veglegar gjafir frá Slysavarnardeildinni á Akureyri.

Gjafirnar voru endurskinsvesti og mannbroddar fyrir gönguhópa spítalans. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem gönguhóparnir njóta góðs af starfi Slysavarnardeildarinnar en á síðasta ári gaf deildin göngustafi.

„Við þökkum þeim kærlega fyrir góðar gjafir en þær munu nýtast okkur vel í myrkrinu  og hálkunni. Notkun mannbrodda á Kristnesi verður  oft til þess að skjólstæðingar okkar halda áfram að nota þessi einföldu hjálpartæki eftir að heim er komið. Við vonum að svo verði líka með endurskinsvestin eða endurskin af einhverju tagi,“ segir í tilkynningu frá SAk.

Nýjast