Kristján býður sig fram til vígslubiskups á Hólum

Kristján Björnsson.
Kristján Björnsson.

Kristján Björnsson býður sig fram til vígslubiskups á Hólum. “Ég býð mig fram til vígslubiskups á Hólum vegna þess að ég hef áhuga á að vinna með öllu því góða fólki sem starfar í kirkjunni í umdæminu. Ég legg áherslu á stuðning vígslubiskups við þjónustu kirkjunnar og boðun hennar á hverjum stað, gott samfélag og trúmennsku.Ég vígðist í Hóladómkirkju 1989 og þjónaði í Vestur Húnavatnssýslu fyrstu níu árin, en hef verið sóknarprestur í Vestmannaeyjum frá 1998.Það er von mín að reynslan af prestsþjónustunni og ýmsum trúnaðarstörfum í þágu kirkjunnar geti nýst vel í embætti vígslubiskups. Það virkar vel á mig að embætti biskupanna eru í deiglu innan kirkjunnar og það þarf að taka stöðu þeirra og hlutverk til umræðu,” segir Kristján í tilkynningu til fjölmiðla. Eiginkona hans er Guðrún Helga Bjarnadóttir, leikskólakennari og leiðbeinandi hjá Blátt áfram.

Kristján er annar frambjóðandinn í kjöri til vígslubiskups en áður hafði Solveig Lára Guðmundsdóttir sóknarprestur á Möðruvöllum í Hörgársveit, gefið kost á sér í embættið.

Nýjast