Konur um 83% starfsmanna á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Laun og launatengd gjöld hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri á síðasta ári námu samtals 3.309 milljónum og hækkuðu um 12% miðað við fyrra ár. Töluverður árangur náðist í því að draga úr yfirvinnu, einkum aukavöktum, og hækkaði yfirvinna aðeins um 6% á milli ára. Setnar stöður voru að meðaltali 481,3 og nam heildarfjárhæð greiddra launa 2.720 milljónum króna.  

Á árinu störfuðu samtals 930 einstaklingar á stofnuninni, 771 kona og 159 karlar. Konur voru því um 83% starfsmanna, sem er svipað hlutfall og undanfarin ár. Stærsti einstaki starfsmannahópurinn innan stofnunarinnar eru hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, eða um 30%.

Nýjast