Hafstein Jakobsson framkvæmdastjóri Akureyrardeildar RKÍ segist vonast til þess að verkefnið hefjist á vormánuðum. Kynning á verkefninu sé nú að hefjast og því ekki komið í ljós hversu mikil þátttaka verður. Hann telur þó þörf á verkefni sem þessu hér í bæ og bendir á að svipað verkefni hafi verið í gangi í nokkurn tíma í Garðabæ og gefist vel.
Íslenskar konur eða konur sem hafa verið búsettar lengi hér á landi geta gerst mentorar. Gott er fyrir mentora að hafa þekkingu á samfélaginu og hafa áhuga á því að kynnast nýrri menningu. Mentte geta allar konur af erlendum uppruna búsettar á Íslandi gerst óháð menntun, starfi eða stöðu.
Hlutverk mentora er að aðstoða konur af erlendum uppruna við að efla tengslanet sitt og opna dyr að samfélaginu. Konurnar gera með sér samkomulag um hversu oft þær hittast en mælt er með að til að byrja með hittist þær einu sinni í viku. Margt er það sem konurnar geta gert saman eins og til dæmis að spjalla, fara á kaffihús, í göngutúra, söfn, bíó, leikhús, lesa saman og kynnast áhugamálum menningu og siðvenjum þjóða sinna. Nánari upplýsingar má nálgast hjá RKÍ á Akureyri.