Félagsmenn í Starfsgreinasambandi Íslands, sem félagið fór með samningsumboð fyrir í nýgerðum kjarasamningi við Samband
Íslenskra Sveitarfélaga, hafa samþykkt kjarasamninginn sem fyrir lá. Samningurinn var samþykktur með 89% greiddra atkvæða Á
kjörskrá voru alls 2257. Kjörsókn var 32,7%. Já sögðu 89%. Nei sögðu 10%. Auðir og ógildir seðlar 1%.
Hjá Einingu-Iðju voru alls 960 á kjörskrá. Kjörsókn var 38,5%. Já sögðu 85,9%. Nei sögðu 13%. Auðir og
ógildir seðlar 1,1%.