Kirkjuskemmdarvargurinn á Akureyri játaði

Maður á þrítugsaldri var handtekinn á Akureyri í dag, grunaður um skemmdarverk á fjórum kirkjum í bænum í fyrrinótt. Þetta tilkynnir lögreglan á Norðurlandi eystra á Facebook síðu sinni.

Við skýrslutökur játaði maðurinn verknaðinn. Hann er talinn hafa verið einn að verki og telst málið upplýst. Manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum. 

Sjá einnig: Skemmdarverk unnin á Akureyrarkirkju

Vikudagur sagði frá því í gær að ófögur sjón hafi mætt starfsfólki Akureyrarkirkju þegar það mætti til vinnu í gærmorgun. Búið var að spreyja á kirkjuna allskyns ófögrum orðum.  Einnig var spreyjað á Kaþólsku kirkjuna, Glerárkirkju og Hvítasunnukirkjuna. 

Nýjast