Haukur var að vonum ánægður með að hafa náð hljóðfærinu norður en sagði kaupverðið trúnaðarmál. "Ég frétti af því að orgelið væri til sölu og skellti mér á það. Þetta er án vafa frægasta hljóðfæri landsins og hokið af sögu. Það er árgerð 1958 en var yfirfarið nýlega af Þóri Baldurssyni og hljómar því eins og best verður á kosið." Haukur segir að í kjölfar kaupanna á hljóðfærinu hafi hljómsveitir eins og Þursaflokkurinn og Dúndurfréttir bókað tónleika á Græna hattinum. Hann hefur fjárfest í fleiri hljóðfærum, sem auðveldar tónlistarmönnum að sunnan að koma norður til tónleikahalds.