Kertafleytingar fara fram í kvöld á Akureyri, Reykjavík og Egilsstöðum. Tilefnið er minningarathöfn vegna fórnarlambanna sem létu
lífið í kjarnorkuárás á borgirnar Hiroshima og Nagasaki fyrir 64 árum síðan. Kertum hefur verið fleytt á Akureyri af þessu
tilefni á hverju ári síðan 1998.
Kertafleytingarnar á Akureyri verða við Minjasafnstjörnina og hefst athöfnin kl. 22:30. Flotkerti og friðarmerki verða seld á staðnum.