Kemur að tilraunum á búnaði vegna mannaðra ferða til Mars!

Góðmennt við Könnunarsafnið í fyrri viku. Sendiherra USA önnur f.v
Góðmennt við Könnunarsafnið í fyrri viku. Sendiherra USA önnur f.v

Það var ýmislegt um að vera hjá Könnunarsafninu á Húsavík í síðustu viku, að sögn Örlygs Hnefils Örlygssonar safnstjóra. „Við tókum á móti starfandi sendiherra Bandaríkjanna og fylgdarliði hennar á miðvikudag og afhentum við það tækifæri sendiráðinu gjöf frá geimfaranum Scott Parazynski, merki sem hann flaug með á braut um jörðu árið 2001.

Þá funduðu fulltrúar safnsins ásamt fulltrúum frá Breiðdalssetri með landeigendum að Stefánshelli, vegna tilrauna á útbúnaði fyrir mannaðar ferðir til tunglsins og Mars, en tilraunir vegna þróunar á búnaði hefjast hérlendis í sumar, og hafa safnið og Breiðdalssetur milligöngu um ákveðna þætti þess verkefnisins hér á landi. Gaman að Ísland skuli enn á ný nýtast til undirbúnings geimferða,” sagði Örlygur Hnefill yngri.

Í þessari viku var stefnan sett á Dalvík þar sem tekið var við styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðausturlands vegna stækkunar safnsins árið 2019. „Það eru spennandi tímar framundan og við horfum til stjarnanna.“ Sagði eldhuginn Örlygur. JS

Nýjast