Kaupmenn sáttir við sumarið

„Ég er mjög sprækur og sáttur við sumarið, það hefur í einu orði sagt verið frábært,“ segir Sigurður Guðmundsson í ferðamannaversluninni Viking við Hafnarstræti á Akureyri.Hann segir að mikið líf hafi verið í miðbæ Akureyrar í allt sumar og fjöldi fólks á ferðinni, heimamenn og ferðalangar bæði innlendir og útlendir.

Sigurður segir að aðrir kaupmenn á Akureyri taki í sama streng, flestir séu mjög ánægðir með gott gengi.  Ferðamenn af skemmtiferðaskipum koma í töluverðum mæli í miðbæinn og segir Sigurður þá yfirleitt versla eitthvað, mismikið eins og gengur en flestir fari að minnsta kosti með minjagrip í vasanum aftur um borð. 

„Þeir skila alveg sínu,“ segir hann. Eitthvað örlítið hefur dregið úr eftir að veður versnaði, en Sigurður var bjartsýnn á að áfram yrði þó líflegt í miðbæ Akureyrar fram í ágústmánuð.

Nýjast