KA/Þór vann annan leikinn í röð-Sigur í Kaplakrika

Ásdís Sigurðardóttir skoraði tólf mörk fyrir KA/Þór í dag.
Ásdís Sigurðardóttir skoraði tólf mörk fyrir KA/Þór í dag.

KA/Þór komst upp í sjöunda sæti N1-deildar kvenna í handknattleik með sigri gegn FH í dag á útivelli, 25-21. Þetta var annar sigur KA/Þórs í röð sem hefur nú sex stig í deildinni, líkt og Haukar. Ásdís Sigurðardóttir átti stórleik fyrir KA/Þór en hún skoraði tólf mörk í dag. Martha Hermannsdóttir kom næst með fimm mörk. Hjá FH var Indíana Jóhannsdóttir markahæst með sex mörk en Kristrún Steinþórsdóttir kom næst með fimm mörk. FH situr í neðsta sæti deildarinnar með þrjú stig.

Nýjast