KA/Þór tekur á móti toppliði Fram í dag

Ásdís Sigurðardóttir er ein af lykilmönnum KA/Þórs sem verður eiga toppleik í dag, ætli liðið sér að…
Ásdís Sigurðardóttir er ein af lykilmönnum KA/Þórs sem verður eiga toppleik í dag, ætli liðið sér að eiga möguleika gegn Fram.

KA/Þór mætir topplið Fram í KA-heimilinu í dag kl. 16:00 í N1-deild kvenna í handknattleik. Norðanstúlkur hafa verið á góðri siglingu og unnið tvö leiki í röð, gegn HK og FH, en Safamýrarliðið hefur hins vegar aðeins tapað einum leik í vetur og því verður við ramman reip að draga fyrir lið KA/Þórs í dag. „Ég mun leggja þennan leik upp þannig að við höfum engu að tapa. Við sýndum það gegn HK á dögunum að við getum staðið í þessum sterkari liðum á heimavelli. Við munum skipuleggja okkur vel fyrir leikinn og mætum með sjálfstraustið í botni,“ segir Guðlaugur Arnarsson þjálfari KA/Þórs við Vikudag, spurður um möguleika liðsins í dag.

KA/Þór hefur sex stig í sjöunda sæti deildarinnar, jafnnmörg stig og Haukar sem sitja í sjötta sæti, og er í harðri baráttu um sæti í sex liða úrslitakeppninni í vor og því hvert stig mikilvægt.

Nýjast