KA/Þór nældi í mikilvæg stig í Hafnarfirði

KA/Þór lagði Hauka að velli, 26-22, er liðin áttust við í Schenkerhöllinni að Ásvöllum í dag í N1-deild kvenna í handknattleik. Sigur KA/Þórs var afar mikilvægur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í vor, en þangað fara sex efstu liðin og er norðanliðið komið í lykilstöðu í baráttunni um sjötta og síðasta sætið. Eftir sigurinn í dag fer KA/Þór upp fyrir Hauka í sjötta sætið með átta stig. Haukar fara niður í áttunda sætið með ósigrinum og hafa þar sex stig og hafa leikið einum leik meira en norðanliðið. Grótta hefur líkt og KA/Þór átta stig í sjöunda sæti en slagurinn um sjötta sætið kemur til með standa á milli þessara þriggja liða. FH vermir botninn með þrjú stig.

Mörk Hauka: Marja Gedroit 12, Karen Helga Sigurjónsdóttir 3,  Gunnhildur Pétursdóttir 2, Viktoría Valdimarsdóttir 2, Ásta Björk Agnarsdóttir 1, Silja Ísberg 1, og Díana Sigmarsdóttir 1.

Mörk KA/Þórs: Ásdís Sigurðardóttir 10, Kolbrún Gígja Einarsdóttir 5, Erla Tryggvadóttir 5,  Martha Hermannsdóttir 4, Katrín Vilhjálmsdóttir 1 og Hulda Tryggvadóttir 1.

Nýjast