KA/Þór mætir Stjörnunni í dag

KA/Þór leikur sinn þriðja heimaleik í röð í N1- deild kvenna í handbolta í dag þegar liðið fær Stjörnuna í heimsókn. Fyrirfram má búast við erfiðum leik hjá KA/Þór sem er enn án stiga í næstneðsta sæti deildarinnar, en Stjarnan hefur farið vel af stað og er í 2. sæti deildarinnar með sex stig. Leikurinn hefst kl. 16:00 og er leikið í KA- heimilinu.

Þá verður einnig leikið í Skautahöll Akureyrar í dag en SAsen tekur á móti Birninum í meistarflokki kvenna á Íslandsmótinu í íshokkí. Leikurinn hefst kl. 17:30.

Nýjast